Book Creator

Árskýrsla USVS 2023

by Erla Olafsdottir

Pages 4 and 5 of 54

Loading...
Sá bikar er afhentur þeim gestum mótsins úr röðum sambandsaðila UMFÍ sem sýna prúðmennsku, jákvætt viðmót, heiðarleika og samstöðu og njóta styrkrar og jákvæðrar fararstjórnar og umsjónar. Svo við
skulum muna að það voru ekki eingöngu keppendur sem unnu til þessarar glæsilegu viðurkenningar, hún er afrakstur vináttu, liðsheildar og heiðarlegrar framkomu alls þess hóps sem mætti á mótið og fylkti sér undir merkjum USVS.
Við erum óendanlega stolt af þessari viðurkenningu og ég vil nota tækifærið hér til að koma á framfæri innilegu þakklæti til keppenda, þjálfara, fararstjóra, foreldra og allra annarra sem lögðu sitt af mörkum til að stuðla að þessum árangri.

Íþróttasumrinu hjá USVS lauk svo með íþróttahátíð í Vík, í sól og blíðu, þann 14. ágúst, þar sem mótsgestum var boðið í glæsilegt grillpartý á Syngjandanum að keppni lokinni. Nú á vorönninni er svo búið að halda frjálsíþróttamót innanhúss á Klaustri og innanhúss knattspyrnumót í Vík.
Stjórn USVS vill færa aðildarfélögunum sérstakar þakkir fyrir öflugt og skemmtilegt starf á starfsárinu og hlakkar til samstarfsins á því næsta.. 

Íslandi allt.
Fanney Ásgeirsdóttir
Formaður USVS
Loading...
Stjórn Ungmennasambands Vestur Skaftafellsýslu 2022-2023

Formaður:                   Fanney Ásgeirsdóttir
Ritari: Sif Hauksdóttir
Gjaldkeri:                   Árni Jóhannson
Meðstjórnandi:           Sigmar Helgason
Meðstjórnandi:            Ragnar Þorsteinsson
Varamenn:                 Fanney Ólöf Lárusdóttir
Varamenn:                   Sabina Victoria Reinholdsdottir

Starfsmenn USVS

Framkvæmdarstjóri:    Erla Þórey Ólafsdóttir