Book Creator

Árskýrsla USVS 2023

by Erla Olafsdottir

Pages 2 and 3 of 54

Loading...
Ávarp formanns
Loading...
Kæru félagar

Loksins stend égn hér, á mínu þriðja sambandsþingi - og skila af mér skýrslu tiltölulega hefðbundins árs í sögu Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu.

Stjórnarfundir á starfsárinu voru tveir, auk sambandsráðsfundar.
Fráfarandi stjórn er skipað eftirtöldum: Fanney Ásgeirsdóttir, formaður, Sif Hauksdóttir, ritari, Árni Jóhannsson, gjaldkeri, Sigmar Helgason og Ragnar Þorsteinsson, meðstjórnendur. Í varastjórn eru: Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sabina Victoria Reinholdsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir. Sem fyrr er eini starfsmaður USVS Erla Þórey Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri.
 
Fyrsta verkefni formanns á nýju starfsári var að sitja Vorfund UMFÍ sem haldinn var á Hótel Hamri, í Borgarnesi 29.-30.apríl. Framkvæmdastjóri sat svo Sambandsráðsfund UMFÍ í Nýheimum á Höfn þann 15. október og nú styttist í Íþróttaþing ÍSÍ sem haldið verður í byrjun maí.
Loading...
Að loknu síðasta þingi, þann 29. mars 2022 rúllaði vor- og sumarstarf USVS áfram af krafti. Strax þann 1. apríl héldum við fótboltamót í Vík og svo var haldið vormót í körfubolta seinni hluta apríl mánaðar, á Kirkjubæjarklaustri þar sem við fengum líka góða gesti, frá
Íþróttafélaginu Dímon í Rangárþingi Eystra. Keppt var í flokkum 9-10 ára, 11-12 ára, 7.-10. flokki og flokki fullorðinna. Afar skemmtilegt mót og nýjung hjá okkur í USVS – alla vega í ansi mörg ár.
Nú svo fór fríður flokkur á Smábæjarleikana á Blönduósi, annað árið í röð. Allir komu kátir og glaðir heim og við viljum trúa því að þessir leikar verði framvegis fastur liður í íþróttasumri hjá USVS.

Um verslunarmannahelgina var svo loksins haldið langþráð unglingalandsmót á Selfossi. Þar átti USVS glæsilega innkomu og lét til sín taka við hvert tækifæri. Við áttum þrjú lið í knattspyrnu, tvö í körfubolta og tvö í strandhandbolta. Einnig áttum við keppendur í frjálsum íþróttum,
kökuskreytingum, pílukasti, frisbígolfi, bogfimi og upplestri. En hópurinn
okkar var ekki aðeins virkur og duglegur að taka þátt, þau voru einfaldlega til fyrirmyndar í hvívetna – sem sést kannski best á því að þau hlutu
Fyrirmyndarbikarinn við mótsslitin.