A new book

by Jón Erlingsson

Cover

Loading...
Nýja Ísland
Loading...
Loading...
Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir
Jón Pétur Erlingsson
Rakel Ýr Þórisdóttir
Þessi saga hefst í danmörku þar sem ég á heima, ég Benedikta skovgard. Á morgun á ég leið til Íslands sem skiptinemi. Ísland er lítil eyja á milli evrópu og ameríku. Sögur segja að þessi litla eyja búi yfir yfirnáttúrulegum töfrum. Mig langar að fá að upplifa aðra menningu. 
Í dag er stóri dagurinn, ég er búin að pakka í töskur og er tilbúin fyrir þetta ferðalag. Það var erfitt að kveðja fjölskylduna og vini mína en núna býður mín ný fjölskylda sem mun hugsa um mig næstu mánuðina.
Ég er lent á Íslandi, það sem bíður mín á flugvellinum er stór rúta en hún lítur öðruvísi út en rúturnar heima í danmörku. Rútan er farin af stað, en þetta er eitthvað skrítið! hún flýgur. Ísland er mjög lítil eyja en áfangastaðurinn minn er Akureyri. Akureyri er lítill bær norðarlega á íslandi og þar búa um 400 þúsund manns.

Ég er lent á akureyri og það sem tekur við mér eru fóstur foreldrar mínir. Þau taka mjög vel við mér en ég er enn að reyna að átta mig á öllu hér og mér finnst allt vera svo öðruvísi en ég er vön. Ég byrja á að skoða herbergið sem ég á að vera í og það sem mér finnst hvað skrýtnast er að rúmið svífur! Ég tek svo eftir því að spegillinn í herberginu er allur á hreyfingu og þegar ég fer nær þá heyrist einhvers konar hljóð, ég færi mig nær og nær og loks þegar ég kem að honum byrjar hann að tala við mig. “Hver í ósköpunum ert þú?” heyrist í speglinum, þegar ég ætla að svara þá kalla fósturforeldrar mínir á mig og segja að það sé kominn tími á mat.
 Ég rölti inn í eldhús og sé þar að það er komið egg og beikon á borðið, “fáðu þér sæti vinan” segir maðurinn og leggur diskinn minn á borðið. Þegar ég er sest við borðið þá er ég spurð hvernig ferðalagið var, ég svara því og segi það hafa verið fínt en langt og frekar skrítið og óvanalegt sagði ég. Konan spyr mig hvort ég muni nafnið á þeim, ég varð svolítið vandræðaleg og segist ekki alveg muna það þá segir hún “ég heiti Berta og maðurinn minn heitir Baldur, oftast kallaður Baddi”.

Ég geyspa og segist ætla fara upp og leggja mig í sirka hálftíma og fer inn í herbergið mitt, þegar þangað er komið horfi ég strax á spegilinn og spyr “talar þú í alvöru?”, “já en ekki hvað” svarar spegillinn, ég ákveð að færa mig nær og snerti hann. Hendin hvarf inn í spegilinn, ég hrökk við og hendi mér í gólfið, þegar ég stend aftur upp ákveð ég að líta aðeins betur á þetta og sting hausnum inn í spegilinn, ég átti ekki til orð.
Fyrsta sem ég sé er mjög skært ljós ég færi mig nær og nær og ég byrja að sjá sólina glampa á sjóinn, ég er mætt á sólarströnd. En hvernig gerðist þetta? hvernig er ég mætt á ströndina. Ég varð pínu hrædd og ég lokaði augunum og var allt í einu komin aftur heim á Akureyri. Ég hljóp niður til að tala við fósturforeldra mína og ég spurði þau út í þennan spegil. Baddi sagði við mig að þessi spegill væri einhvers konar ævintýra spegill, ef ég hugsa um einhvern stað þá lendi ég á honum. Hann sagði við mig að áður en að ég kom fóru þau bæði oft inn í hann til þess að komast í hlýjuna út á spáni eða fara til New York og skoða allt fólkið. Ég var kjaftstopp, en hvernig lenti ég á sólarströnd? ég var ekki að hugsa um neina strönd. Eftir stuttan tíma áttaði ég mig á því að áður en ég labbaði inn í spegilinn var mér mjög kalt því ég var nýbúin að klæða mig í náttföt. Fyrsti dagurinn er búin á Akureyri, og ég er strax búin að upplifa eitthvað magnað. Fóstur foreldrarnir mínir kysstu mig góða nótt og ég fór að glöð sofa. 
PrevNext