A new book

by Dagný Hlín

Cover

Loading...
Loading...
Skapandi Hannyrðir
Vor 2022
Loading...
Loading...
Skapandi hannyrðir
Vor 2022
Loading...
Dagný Hlín
Hugmyndaborð
Hugmynd af verkefni
Fyrir mitt fyrsta verkefni langar mig að gera tösku úr gamalli lopapeysu, gömlum bol og útsaumsmynd sem vantar tilgang. Hugmyndina fékk ég upphaflega út frá listformi sem kallast úrgangslist, þar sem rusl eða annað er endurnýtt og notað í allskyns listaverk svo sem málverk og skúlptúra.
Verkefni 1- fyrsta vika
Ég kláraði að sauma innri pokann í töskuna en saumavélin var ekki alveg að vinna með mér (og þeir sem hefðu getað hjálpað mér veðurteptir allstaðar á landinu), svo ég endaði á því að sauma 90% pokans í höndunum. Sem gekk ágætlega og er svo farin að mæla pokann við peysuna og reikna með að vera byrjuð og komin langt með töskuna sjálfa í næstu viku.
Verkefni 1- vika 2
Ég hefði viljað gera meira í þessari viku en vegna covid þá var ég kölluð út í vinnu og hafði því mjög takmarkaðann tíma til að halda áfram. Mér tókst þó að sníða aðra hliðina á töskunni og sauma (tilla) myndinni á þá hlið. Ég er svo byrjuð að sníða hina hliðina og mun ég nota mynstrið og ermarnar af peysunni í hana.
PrevNext