kynjaf.

by Kolbra Kolka Gudmundsdottir

Cover

Loading...
A
Loading...
Verkefnabókin mín
Loading...
Kolbrá Kolka Guðmundsdóttir
Loading...
finish line
Loading...
finish line
ATH
Áður en verkefnibókin er skoðuð þá skal hafa í huga að fimm verkefni af sex eru skrifuð í bókina en aðeins eitt verkefni sem má skoða með að ýta á link. Svo er linkur af myndbandi sem fylgir með verkefni.

Uppröðun verkefna er handahófskennd
Kynjatvíhyggja og staðalímyndir
Kynjatvíhyggja er sú hugmynd um að það séu einungis til tvö kyn, að þau kyn séu andhverfa hvors annars og bæta upp fyrir hvort annað.

Kynjatvíhyggjan gerir ráð fyrir að menn og karlmennska sé betri en konur og kvenleiki. Það má segja að kynjatvíhyggja sé undirstaða alls kynjakerfisins. Kynjatvíhyggjan umkringir samfélag allra en til dagsins í dag. Við sjáum hana daglega, til dæmis merkjanlega í fataverslunum og leikfanga búðum barna þar sem vörur eru raðaðar og merktar eftir því hverjum þær eru ætlaðar,  körlum eða konum, strákum eða stelpum.
Staðalímyndir eru fyrirfram áliktaðar ímyndir um útlit og jafnvel eiginleika fólks sem tilheyrir vissum hópum eða stéttum í samfélagi, til dæmis hvernig fólk á að haga sér og hvaða atvinna er samkvæmt færni fólks.
Mín skoðun á kynjatvíhyggju og staðalímyndum er sú að bæði hugtökin eru fáranleg. Mér finnst bæði kynjatvíhyggja og staðalímyndir ættu að vera útdauð hugtök þar sem fólk má vera eins og það vill og það á ekki að skilgreina fólk vegna til dæmis útlits, húðlit eða trú.
Ég fann persónu sem fellur fullkomlega undir staðalímyndina “ hot dumb blonde” og sú persóna er Karen Smith úr kvikmyndinni Mean Girls. Hennar karakter er frekar ýktur. Karen er falleg og aðlaðandi stelpa á táningsaldri sem veit ekkert í sinn haus.

Í myndinni er Karen mjög vitlaus en vegna útlits hennar þá er hún ein af vinsælustu stelpum skólans. Margir strákar vilja sofa hjá Karen vegna útlits hennar. Karen verður ein af vinsælu stelpunum sem eru eineltisseggir vegna útlits hennar og peninga magni sem foreldrar hennar eiga.
Karen fylgir reglum Reginu sem er vinsælasta stelpa skólans. Ég persónulega elska Karen og þoli hana ekki á sama tíma þar sem hún er fyndin og svo innilega grunlaus um umheimin og það sem hún segir en mér finnst rangt að verið sé að ýta undir staðalímyndina “ hot dumb blonde” með karakternum Karen.

Karen er ekki í góðum vinahóp þar sem vinkonur hennar baktala hana. Ástæða þess að Karen er í þessum vinahóp er útlit hennar og peningar foreldra hennar þar sem aðeins aðlaðandi og ríkir fá að vera í þessum vinahóp.

Það hefur alltaf verið komið fram við Karen sem heimska en fallega stelpu og því tel ég að hún noti útlit sitt til að reyna að þóknast öðrum. Þegar vinahópurinn sundrast fer Karen að segja veðurfréttir og líður greinilega mun betur meðal fólks sem gefur henni tækifæri til að prófa sig áfram og sanna getu sína.
Hin persónan sem ég fann ögrar staðalímyndum og kynjatvíhyggju. Það er persónan Múlan úr myndinni Múlan. Múlan er stelpa á táningsaldri sem fer gegn foreldrum sínum og skráir sig í herinn sem einungis karlmenn mega vera í. Þetta gerir hún til að vernda föður sinn frá meiðslum og mögulega dauða.

Múlan fer í herklæði föður síns til að þykjast vera karl og notast við dulnefni til að komast inn í herinn. Þegar upp kemst að Múlan sé ekki karl þá er hún skilin eftir til að deyja af vinum sínum í hernum. Múlan gefst ekki upp ætlar að sanna sig fyrir öllum og það gerir hún þegar hún fellir her Húna. Múlan hefur verið mín uppáhalds teiknimynd frá því að ég man eftir mér.

Fjölskylda Múlan vill að hún giftist ríkum manni og verði húsmóðir og sinni sínum skyldum sem húsmóðir en það henntar Múlan ekki og er litið á hana sem svartan sauð innan fjölskyldu hennar.
PrevNext