Book Creator

Kynning á sérdeild

by Sigríður Rut Marrow

Cover

Loading...
Kynning á sérdeild fyrir börn með röskun á einhverfurófi í Salaskóla.
Loading...
Loading...
Kynning
Sérdeild fyrir börn með röskun á einhverfurófi var stofnuð í Salaskóla haustið 2017. 

Foreldrar nemenda sækja um inngöngu í sérdeildina á þar til gert eyðublað og skal umsókn berast skólastjóra. Inntökuteymi sérdeildar, sem í sitja skólastjórnandi, umsjónarmaður sérdeildar, deildarstjóri sérkennslu og sérfræðiþjónustufulltrúi, fjalla um umsóknir í deildina að lokinni upplýsingaöflun. Umsóknarfrestur er 30 mars 2021.

Markmið sérdeildarinnar er að sinna einstaklingsmiðaðri kennslu og þjálfun og styðja við nám nemenda í almennu skólastarfi. Nemendur hafa einstaklingsnámskrár sem unnar eru af fagfólki sérdeildarinnar í samráði við foreldra þeirra og nemendur eftir því sem aðstæður leyfa. Almenn námskrá þess árgangs sem nemandinn tilheyrir er höfð til hliðsjónar en auk þess er horft til getu, óska, styrkleika og þarfa nemandans svo og óska foreldra. Í einstaklingsnámskrá koma fram markmið og leiðir til að ná áætluðum markmiðum og námsmat. Einstaklingsnámskrár eru í stöðugri endurskoðun og geta því breyst 
22. apríl 2020 - Margrét Sveinsdóttir
Fjölgreindakenningin
Námsleiðir eru fjölbreyttar í anda hugmynda Howards Gardners. Einstaklingsmiðað nám snýst um að mæta nemendum þar sem styrkleikar þeirra liggja og gefa um leið tækifæri á að rækta og styrkja önnur þroskasvið með fjölbreyttum og tilgangsríkum verkefnum.
22. apríl 2020 - Margrét Sveinsdóttir
Þverfaglegt teymi
Þverfaglegt teymi fagfólks tengist hverjum og einum nemanda sérdeildarinnar. Í slíku einstaklingsteymi eru foreldrar, umsjónarkennari, sérkennari og/eða þroskaþjálfi auk annars fagfólks sem kemur að kennslu og þjálfun nemandans. Einstaklingsteymi funda reglulega en misjafnlega oft.

Þegar um er að ræða nemanda með sérþarfir er gott samstarf og upplýsingamiðlun á milli heimilis og skóla forsenda þess að vel takist til með nám nemandans. Einnig er mikilvægt að kennarar, þroskaþjálfar og annað fagfólk beri saman bækur sínar og starfi saman. Reglulegir teymisfundir eru mikilvægir þar sem upplýsingum er miðlað og byggð upp samvinna milli heimilis og ólíkra fagaðila.
Blöndun nemenda
Sérdeild Salaskóla er ekki staðsett á einum stað í skólahúsinu. Allir nemendur sérdeildarinnar eru skráðir í almenna bekki. Mikil áhersla er lögð á blöndun og taka nemendur þátt í bekkjarstarfi eftir því sem unnt er. Sumir nemendur eru mikið inni í bekk og vinna að svipuðum verkefnum og bekkjarfélagarnir, með þeirri aðstoð sem þeir þurfa og aðrir fara í heimsóknir með sérverkefni. Mikil áhersla er lögð á félagslega blöndun nemenda. Þess er gætt að nemendur sérdeildarinnar taki þátt í sameiginlegum athöfnum nemenda skólans. 

Þegar nemendur sérdeildarinnar þurfa að vinna í litlum hópum eða einslega eru námsver skólans nýtt en þau eru dreifð um skólann. Öfug blöndun er einnig nýtt en með öfugri blöndun er átt við þegar einn eða fleiri bekkjarfélagar koma í námsver til að læra/vinna með nemendum sérdeildarinnar, skapa eitthvað sameiginlega og/eða leika sér saman. Tilgangurinn er að örva og styrkja félagsleg tengsl milli nemenda sérdeildarinnar og bekkjarfélaga þeirra.
Starfsumhverfi sérdeildar Salaskóla byggist á hugmyndafræði um skipulagða kennslu eða TEACCH (Treatment and education of autistic and related communication handicapped children). Hér er um að ræða alhliða þjónustulíkan fyrir nemendur með röskun á einhverfurófi og fjölskyldur þeirra. Lögð er áhersla á einstaklingsmat og út frá því er smíðuð þjálfunaráætlun og kennsluáætlun þar sem markvisst er unnið með þá þætti sem styrkja færni, sjálfstæði og áhuga einstaklingsins.
PrevNext