Book Creator

Foreldrahandbók Kópasteins

by Leikskólinn Kópasteinn

Pages 6 and 7 of 19

Loading...
Daglegt líf

Dagskipulag deildanna er misjafnt eftir deildum. Hér má sjá grunn að dagskipulagi deildanna, en það getur þó breyst lítillega milli deilda með tilliti til vinnustunda, tónlistartíma, vettvangsferða og fleira.
Loading...
Loading...
Dagskipulag á Lyngholti, Hulduholti og Dvergholti
Kl. 07:30 Leikskólinn opnar
Kl. 08:00 Allar deildir opna – frjáls leikur
Kl. 08:15 Morgunmatur til 08:45
Kl. 09:15 Frjáls leikur úti eða inni/skapandi starf
Kl. 10:30 Bleiuskipti/salerni, handþvottur
Kl. 11:00 Samverustund
Kl. 11:15/11:30 Hádegisverður
Kl. 11:45 Hvíld
Kl. 13:15 Frjáls leikur úti eða inni/skapandi starf
Kl. 14:30 Síðdegishressing
Kl. 15:00 Bleiuskipti/salerni, handþvottur
Kl. 15:00 Frjáls leikur
Kl. 16:30 Leikskólinn lokar
Loading...
Dagskipulag á Steinholti og Álfholti
Kl. 07:30 Leikskólinn opnar
Kl. 08:00 – 9:15 Allar deildir opna/frjáls leikur
Kl. 08:15 Morgunmatur til 8:45
Kl.9:15 Samverustund/Ávaxtastund
Kl. 09:30 Vinnustund/val/tónlist/hreyfing/útivera
Kl. 11:30 Samverustund
Kl. 11:45 Hádegisverður
Kl. 12:15 Hvíld
Kl. 13:00 Leikur úti/inni
Kl. 14:15 Samverustund
Kl. 14:30 Síðdegishressing
Kl. 15:00 Frjáls leikur
Kl. 16:30 Leikskólinn lokar
Loading...
Loading...
Frjáls leikur

Leikurinn er megin námsleið barna, hann er gleðigjafi og veitir vellíðan. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfi allra leikskóla. Leikskólakennarar þekkja leik barna, þeir virða og hlúa að honum, gefa honum rými og skipuleggja leikumhverfið. Í leik taka börn þátt í lýðræðislegum athöfnum þegar þau setja fram eigin hugmyndir og virða sjónarmið annarra. Leikskólakennarar styðja við leik barna á margvíslegan hátt. Börnum er gefinn nægur tími og rými til að hreyfa sig, þróa leikinn og dýpka. Í Kópasteini er gengið út frá því að börn læri best í leik og þurfa því öll viðfangsefni leikskólans að taka mið af því. (tekið úr námskrá Kópasteins).
Loading...
Útivera

Í leikskólanum stefnum við að því að börnin fari í útiveru daglega og læri að klæða sig eftir aðstæðum. Í útiveru fá börnin útrás, gott rými til hreyfinga og aðstæður til að nota stóru vöðvana í líkamanum. Þau fá tækifæri fyrir háværari og plássfrekari leiki og tækifæri til að leysa deilur sjálf þar sem nálægðin við fullorðna er minni. Flestar deildir fara í vettvangs- og gönguferðir, eldri deildir oftar en þær yngri. Börnin klæðast endurskinsvestum og gætt er fyllsta öryggis, en gönguferðir eru alltaf háðar starfsmannahaldi hverju sinni.