Book Creator

Foreldrahandbók Kópasteins

by Leikskólinn Kópasteinn

Pages 4 and 5 of 19

Loading...
Loading...
Að byrja í leikskóla

Að byrja í leikskóla er mikil breyting og felur í sér nýja reynslu fyrir barn og foreldra þess. Aðlögun nýrra barna fer að jafnaði fram í lok sumars/að hausti og tekur yfirleitt um sjö daga. Aðlögun er einstaklingsbundin en stefnt er að því að búið sé að aðlaga barnið innan 10 daga. Allt ferlið er unnið í samvinnu við foreldra og ef barn þarf meiri tíma til að aðlagast verður komið til móts við þarfir þess. Á fyrsta degi aðlögunar eru foreldrar boðaðir ásamt barni sínu í leikskólann þar sem gengið er frá undirritun dvalarsamnings, deildin skoðuð og heilsað upp á starfsfólk deildarinnar. Foreldrar eru einnig beðnir um að upplýsa deildarstjóra/starfsmann um heilsufar barnsins og þeir hvattir til að spyrjast fyrir ef spurningar vakna um starfið og dagskipulag deildarinnar. Í aðlöguninni er lagður grunnur að samstarfi milli starfsfólks og foreldra. 
Loading...
Aðlögun milli deilda

Aðlögun milli deilda fer fram að hausti. Kennarar skólans sjá um þann flutning og upplýsa foreldra um það ferli. Börnin aðlagast með hópnum sínum og fer kennari með þeim fyrstu daganna. Þetta ferli tekur yfirleitt ekki nema 2-3 daga og fer það eftir aldri barnanna.
Loading...
Loading...
Samstarf leik- og grunnskóla - Skólabrú

Heimaskóli Kópasteins er Kársnesskóli en flest börn leikskólans hefja grunnskólagöngu sína þar. Ef börn fara í aðra skóla er það í höndum foreldra að vera í samstarfi við skólana en stundum hefur leikskólinn einnig verið í samstarfi við Kópavogsskóla ef fyrirséð er að mörg börn muni fara þangað. Haldnir eru samráðsfundir þar sem samstarfið og skólaheimsóknirnar eru skipulagðar og endurmetnar. Tengiliðir frá Kópasteini og hinum leikskólunum á Kársnesinu ásamt Kársnesskóla sitja fundina sem eru a.m.k. tvisvar á skólaárinu, þ.e. í upphafi og lok skólaársins.
Fyrirkomulag skólaheimsókna í Kársnesskóla getur verið breytilegt milli ára en foreldrar eru ávallt upplýstir um skipulagið hverju sinni. Skólaheimsóknirnar fela m.a. í sér heimsókn á bókasafn skólans, skoðunarferð um skólann og frístund, þátttaka í kennslustundum ásamt heimsókn á viðburð í sal skólans. Að lokum heimsækja börnin leikskólann eftir að þau hetja nám í grunnskólanum og rifja þannig upp gamla tíma.